Færsluflokkur: Bloggar
24.10.2008 | 09:17
Er kreppa allstaðar ?
Og ég sem ætlaði að vera svo dugleg að blogga....iss. Bloggið spyr ekki að líðan eða líðan býður ekki uppá blogg. Er ekki uppá mitt besta en reyni þó mitt besta, held ég, einhver kreppa í geðheilsunni. Hef manninn minn heima núna, bara yndislegt, tók á móti honum sem blondína og stefni ég á enn meiri ljósku, varð að prufa áður en ég verð of gömul fyrir þetta þó að sumum finnist ég það nú þegar Æj, ég hef svo sum ekki mikið að segja..... Guð veri með ykkur og sjáumst vonandi hressari næst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.10.2008 | 01:02
Hmmm....
Jahá. Eitthvað var hún djúp þessi lægð sem gekk yfir landið síðustu daga, dró mig allavega frá tölvu og tjáningu. En hér er geðveila húsfrúin mætt aftur og langar mikið að bulla yfir landann en ég held að ráðamenn sjái um það.
Heyrði sniðuga hugmynd frá góðum manni vestur á fjörðum, lausn á vanda vorrar þjóðar, er kannski ekki nógu vel inni öllum þessum kreppupakkaveseni en fannst þetta engu að síður góð hugmynd, sameinast frændum okkar og nágrönnum, Noregi. Ég spyr allavega sjálfa mig afhverju þeir eru ekki í ESB, hef aldrei haft fullkominn frið yfir þeirri inngöngu. Ok, pólitík er ekki mín sterka hlið en mér er sko laaaangt í frá sama hvað verður um mitt ástkæra land í framtíðinni, sérstaklega þar sem börnin mín taka við þessu öllu saman, hef samt ALLA trú á því að við getum byggt okkur betur uppúr rústunum, með reynslu, von og sameiningu í farteskinu, ALLIR jafn mikils metnir.
Já.... þetta er nú kannski orðið fínt hjá mér á þessum nótum, ætla ekkert að fara að láta heyrast of hátt í tómri tunnu, margir mun betur að sér í þessum málum sem ræða þetta hér í bloggheimum.
Var boðið óvænt á sýningu á laugardaginn var, (takk Stebba og frænkur), Bítl á Höfn. Hafði óvenjulega gaman af þessu þar sem ég hef nú frekar tekið Rollings Stones fram yfir Bítlana, virkilega vel gert og skemmtilegt hjá þeim í Hornfirska skemmtifélaginu, takk innilega fyrir mig Mamma, þú verður að sjá þetta.
Geðveila húsfrúin kveður í bili og biður Guð að blessa ykkur öll þarna úti á kreppuklakanum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.10.2008 | 01:23
Takk fyrir mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.10.2008 | 01:48
Ræktum náungakærleikann !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.10.2008 | 01:37
Er ég komin í samband við umheiminn ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar