Færsluflokkur: Bloggar

Er kreppa allstaðar ?

Og ég sem ætlaði að vera svo dugleg að blogga....iss.  Bloggið spyr ekki að líðan eða líðan býður ekki uppá blogg.  Er ekki uppá mitt besta en reyni þó mitt besta, held ég, einhver kreppa í geðheilsunni.  Pinch  Hef manninn minn heima núna, bara yndislegt, tók á móti honum sem blondína og stefni ég á enn meiri ljósku, varð að prufa áður en ég verð of gömul fyrir þetta þó að sumum finnist ég það nú þegar  Wink    Æj, ég hef svo sum ekki mikið að segja..... Guð veri með ykkur og sjáumst vonandi hressari næst.


Hmmm....

Jahá.  Eitthvað var hún djúp þessi lægð sem gekk yfir landið síðustu daga, dró mig allavega frá tölvu og tjáningu.  En hér er geðveila húsfrúin mætt aftur og langar mikið að bulla yfir landann en ég held að ráðamenn sjái um það. Sick

Heyrði sniðuga hugmynd frá góðum manni vestur á fjörðum, lausn á vanda vorrar þjóðar, er kannski ekki nógu vel inni öllum þessum kreppupakkaveseni en fannst þetta engu að síður góð hugmynd, sameinast frændum okkar og nágrönnum, Noregi.  Ég spyr allavega sjálfa mig afhverju þeir eru ekki í ESB, hef aldrei haft fullkominn frið yfir þeirri inngöngu.  Ok, pólitík er ekki mín sterka hlið en mér er sko laaaangt í frá sama hvað verður um mitt ástkæra land í framtíðinni, sérstaklega þar sem börnin mín taka við þessu öllu saman, hef samt ALLA trú á því að við getum byggt okkur betur uppúr rústunum, með reynslu, von og sameiningu í farteskinu, ALLIR jafn mikils metnir. GetLost

Já.... þetta er nú kannski orðið fínt hjá mér á þessum nótum, ætla ekkert að fara að láta heyrast of hátt í tómri tunnu, margir mun betur að sér í þessum málum sem ræða þetta hér í bloggheimum. 

Var boðið óvænt á sýningu á laugardaginn var, (takk Stebba og frænkur), Bítl á Höfn.  Hafði óvenjulega gaman af þessu þar sem ég hef nú frekar tekið Rollings Stones fram yfir Bítlana, virkilega vel gert og skemmtilegt hjá þeim í Hornfirska skemmtifélaginu, takk innilega fyrir mig Joyful  Mamma, þú verður að sjá þetta. 

Geðveila húsfrúin kveður í bili og biður Guð að blessa ykkur öll þarna úti á kreppuklakanum Heart

 


Takk fyrir mig.

Mig langaði til að þakka fyrir góðar móttökur hér á netinu.  Er enn að reyna mig áfram í msn, facbook (sem mér finnst ferlega flókið), blogginu og svo ég tali nú ekki um allt vafrið, mætti halda ég væri ein af beljunum sem er hleypt út á vorin, alveg að tapa mér eftir einangrun. Blush  Heyrði soldið spes í gær frá unglingnum mínum, sem er kálfurinn sem hleypur með mér í vorinu, 'mamma skrítið að loksins þegar við erum komin með netið, gerum við það á krepputímanum' !? Það er sko greinilegt að við (ég) verð að passa hvað ég segi nálægt börnunum, þau auðvitað skilja enn síður hvað er í gangi í samfélaginu þar sem mar á í vandræðum með það sjálfur. Whistling  Já það er mikið til í máltækinu 'aðgát skal höfð í nærveru sálar' sama hvaða aldur það er en þó sérstaklega með börnin þar sem þau skynja líka oft frekar en skilja.  Ef mar hefur það á bak við eyrað, þetta með skynjunina þá þarf mar að hugsa vel um sjálfan sig, vinna úr tilfinningaflækjum, vonbrigðum eða hvaða nafni sem það nefnist, því á mínu heimili allavega, kemst ég ekki upp með að vera í fýlu eða líða eitthvað alltof illa því börnin koma iðulega mjög fljótt og spyrja hvað ami að.  Oftast get ég ekki sagt hvað er að angra mig því annað hvort er það ofar þeirra skilningi eða gæti litað álit/samband þeirra gagnvart einhverjum aðila eða málefni.  Ó hvað ég get stundum verið örg yfir því að fá ekki að vera í friði með mína fílu Angry  EN ég hef bara ekki gott af því, því lengur sem ég dvelst við pirringinn, neikvæðnina eða særindin því erfiðara er að snúa ferlinu við.  Svo ég þakka skapara mínum fyrir mín afskiptasömu börn (varðandi þennan hlut allavega he,he).  Guð veri með ykkur gott fólk og takk fyrir þennan útblástur í bili. Wink

Ræktum náungakærleikann !

Ég var mjög snert þegar ég las bloggfærslu hjá mömmu minni sem sagði frá pakka úr óvæntri átt, frá óþekktum aðila (sjá sögu betur hjá Fuglu).  Þetta er því miður orðið alltof sjaldgæft í dag, hver sér um sinn botn og ekki mikið að angra sig að tárin falli nálægt þeim, það er grátlegt. Crying Ég bið Guð um að blessa þennan einstakling sem blessaði mömmu mína með bara sona smotteríi eins og margir myndu kannski kalla það.  Það þarf nefnilega ekki alltaf mikið til að gleðja náungann, jafnvel bara að segja 'nei hææ, mikið líturu vel út í dag', það hefur bjargað fúlum degi hjá mér allavega.Happy   Vil ég því segja frá því fyrsta sem greip mig sem krakki og á vel við ofanritað 'Allt sem þið viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra'.  Getið þið ímyndað ykkur hvar þjóðfélagið væri í dag ef þessi orð hefðu verið höfð að leiðarljósi ?  Blush  Úps.... jæja ég ætla ekki að fara með einhvern trúaráróður hérna en þetta er sanngjörn spurning.  En já, hér er ég með mína aðra bloggfærslu og vona að ég verði dugleg við pikkið og komi fram við alla eins og ég myndi vilja láta koma fram við mig en viðurkenni þó fúslega að mér verður á mistök þar sem ég er bara mannleg. Halo

Er ég komin í samband við umheiminn ?

Undur og stórmerki gerðust ! Ég er komin, ekki bara á internetið heldur með internetið ! Kannski byrja ég á því að vera hallærislega 'leim' að kalla þetta internetið en ég er allavega komin í vafrið ! Búin að langa lengi að komast í samband við svo marga sem búa langt frá mér eða ég frá þeim og tjá mig kannski aðeins meira en bara á öðrum vettfangi. Vona að þetta fari allt vel þessi tækninýjung á heimilinu hér og ég missi mig ekki á tjáningarþörfinni :c)

« Fyrri síða

Holyroze

Helga Rós Sveinsdóttir
4ra barna húsmóðir úr ýmsum áttum en aðalega hér

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband