Ræktum náungakærleikann !

Ég var mjög snert þegar ég las bloggfærslu hjá mömmu minni sem sagði frá pakka úr óvæntri átt, frá óþekktum aðila (sjá sögu betur hjá Fuglu).  Þetta er því miður orðið alltof sjaldgæft í dag, hver sér um sinn botn og ekki mikið að angra sig að tárin falli nálægt þeim, það er grátlegt. Crying Ég bið Guð um að blessa þennan einstakling sem blessaði mömmu mína með bara sona smotteríi eins og margir myndu kannski kalla það.  Það þarf nefnilega ekki alltaf mikið til að gleðja náungann, jafnvel bara að segja 'nei hææ, mikið líturu vel út í dag', það hefur bjargað fúlum degi hjá mér allavega.Happy   Vil ég því segja frá því fyrsta sem greip mig sem krakki og á vel við ofanritað 'Allt sem þið viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra'.  Getið þið ímyndað ykkur hvar þjóðfélagið væri í dag ef þessi orð hefðu verið höfð að leiðarljósi ?  Blush  Úps.... jæja ég ætla ekki að fara með einhvern trúaráróður hérna en þetta er sanngjörn spurning.  En já, hér er ég með mína aðra bloggfærslu og vona að ég verði dugleg við pikkið og komi fram við alla eins og ég myndi vilja láta koma fram við mig en viðurkenni þó fúslega að mér verður á mistök þar sem ég er bara mannleg. Halo

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Helga sæta,velkomin í samband við umheiminn!Gaman að þú sért farin að blogga,ég verð reglulegur gestur hér.Dettur annars ekkert sniðugt í hug að skrifa núna ,hafðu það bara gott !

Kveðja Sigga Dóra megabeib

Sigga Dóra (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 16:17

2 identicon

Nei hææ, mikið líturu vel út í dag

Knús

Anita Sóley (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 16:50

3 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Knús

Svanhildur Karlsdóttir, 17.10.2008 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Holyroze

Helga Rós Sveinsdóttir
4ra barna húsmóðir úr ýmsum áttum en aðalega hér

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband