18.10.2008 | 01:23
Takk fyrir mig.
Mig langaði til að þakka fyrir góðar móttökur hér á netinu. Er enn að reyna mig áfram í msn, facbook (sem mér finnst ferlega flókið), blogginu og svo ég tali nú ekki um allt vafrið, mætti halda ég væri ein af beljunum sem er hleypt út á vorin, alveg að tapa mér eftir einangrun.
Heyrði soldið spes í gær frá unglingnum mínum, sem er kálfurinn sem hleypur með mér í vorinu, 'mamma skrítið að loksins þegar við erum komin með netið, gerum við það á krepputímanum' !? Það er sko greinilegt að við (ég) verð að passa hvað ég segi nálægt börnunum, þau auðvitað skilja enn síður hvað er í gangi í samfélaginu þar sem mar á í vandræðum með það sjálfur.
Já það er mikið til í máltækinu 'aðgát skal höfð í nærveru sálar' sama hvaða aldur það er en þó sérstaklega með börnin þar sem þau skynja líka oft frekar en skilja. Ef mar hefur það á bak við eyrað, þetta með skynjunina þá þarf mar að hugsa vel um sjálfan sig, vinna úr tilfinningaflækjum, vonbrigðum eða hvaða nafni sem það nefnist, því á mínu heimili allavega, kemst ég ekki upp með að vera í fýlu eða líða eitthvað alltof illa því börnin koma iðulega mjög fljótt og spyrja hvað ami að. Oftast get ég ekki sagt hvað er að angra mig því annað hvort er það ofar þeirra skilningi eða gæti litað álit/samband þeirra gagnvart einhverjum aðila eða málefni. Ó hvað ég get stundum verið örg yfir því að fá ekki að vera í friði með mína fílu
EN ég hef bara ekki gott af því, því lengur sem ég dvelst við pirringinn, neikvæðnina eða særindin því erfiðara er að snúa ferlinu við. Svo ég þakka skapara mínum fyrir mín afskiptasömu börn (varðandi þennan hlut allavega he,he). Guð veri með ykkur gott fólk og takk fyrir þennan útblástur í bili.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er góð færsla hjá þér....flott hvernig þú kemur þessu frá þér (hefur það ekki frá mér).....
Knús
Svanhildur Karlsdóttir, 18.10.2008 kl. 01:39
Flott færsla hjá þér
Knús
Anita Sóley (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 10:56
Hæ Helga og takk fyrir síðast, frábært að þú ert komin á netið!! Koddu líka á flickr!!!!
Knús og kreist
Maddý (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 22:20
Takk fyrir síðast!!
Stebba (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 20:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.