Þörf fyrir að blása "aðeins".....

Nú þykir kannski viðeigandi að ég hafi lýst upp minn haus, að utan allavega, eftir mín fyrri ummæli um Norðmenn, ætti frekar að upplýsa minn innri haus um ástand mála.  Blush  Eða hvað....? Er ég eitthvað betri en Norðmenn eða Bretar ef ég dæmi heila þjóð eftir einum eða fleiri einstaklingum ?

Urrrg, þetta er nú meira bullið sem upp er komið hjá vorum ráðamönnum, afhverju fá menn að komast upp með svona svínarí ?  Menn hafa verið lokaðir inni í fjöldann allann af árum fyrir smygl af ýmsu tagi, með hugann við skyndigróða til að koma sér betur fyrir og tryggja sína framtíð, en þeir sem svíkja og pretta fallega, í skjóli ráðamanna, og koma heilli þjóð og komandi kynslóð í stærstu skuldasúpu sem heimsbyggð hefur heyrt um, meiga sitja bara áfram í friði með sína aura og glæsihíbýli og finna lítið fyrir ástandi dagsins í dag !!  Þurfa þeir virkilega ekki að svara til saka ? Angry       Ég bið Guð um að hjálpa þeim að finna sína kaffærðu samvisku undir allri græðginni og eiginhagsmunahyggjunni, já sjálfselskunni og jafnvel sjálfsdýrkuninni þar sem þeir halda að þeir séu yfir aðra hafnir !       

Ég tek það fram að ég er ekki að verja smyglara eða dópsala sem reyna að græða á fíkn og veikleikum annara, laaaangt í frá, ég er bara ekki að skilja stefnuna sem ríkið er að sýna okkur, hún segir nebbla eitt og meinar annað.  Hvernig eru kosningaslagorðin iðulega ?  BÖRNIN ERU FRAMTÍÐIN !!  Og hvað gera þeir svo ?  Barnaperrar og nauðgarar fá léttvæga dóma því þeir eru BARA að skaða einstaklinga ævilangt en svo eru það fíkniefnasalar og fjársvikarar sem fá MUN lengri dóma og hærri sektir af því þeir komust í gróða sem ríkið fékk ekki sinn hlut af !  

Jæja já uss ég má ekki gera mér þetta svona rétt fyrir svefn, mar á að slaka á, hægja á öndun og hugsa eitthvað fallegt Halo   Ég varð bara að pústa aðeins, svona 1, 2, 3 og slaaaaka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Þetta er flott púst hjá þér.....knús

Svanhildur Karlsdóttir, 25.10.2008 kl. 09:57

2 identicon

Mikið er ég sammála þér Um að gera að halda þessu áfram og láta þá heyra það .......knúsí knús

Dagbjört (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 10:48

3 identicon

Heyr heyr...

Knús

Anita Sóley (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 18:42

4 Smámynd: Borgarfjardarskotta

eigðu góða helgi og takk fyrir bloggvináttuna

Borgarfjardarskotta, 25.10.2008 kl. 19:26

5 identicon

Mætt!!

Stebba (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Holyroze

Helga Rós Sveinsdóttir
4ra barna húsmóðir úr ýmsum áttum en aðalega hér

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband