Og áfram held ég...

Ég verð nú bara að fara að segja eitthvað þó ég viti ekki nákvæmlega hvað ég á að tjá mig um. Errm

Ég fæddist í Babylon (eins og ég kalla borgina okkar) á því herrans ári 1977, sem ég segi að hafi verið ár smokksins þar sem það er frekar fámennur árgangur, það var í júlímánuði þann 22 en áætlaður fæðingardagur átti (held ég) að vera 7.7.77. (vá hvað það hefði verið flott) Tounge                 En nei, mamma segir að ég hafi sýnt þrjóskuna strax og látið bíða vel og leeeengi eftir mér, þrátt fyrir laxeringu, stigahlaup og fleiri læti til að koma mér í ÚT ! Undecided

Við fjölskyldan bjuggum reyndar í Hrútafirði fyrstu 8 árin mín á sveitabæ með refabúi en fluttum svo í einn af skemmtilegri og fallegri bæjum hér á klakanum, Borgarnes (neita að kalla þetta Borgarbyggð).  Þar var ég næstu 9 ár og líkaði vel, æfði fótbolta, körfubolta, sund og var VEL virk í félagslífinu, var mömmu stundum að orði á unglingsárunum "Nei býrð þú hér ?" þegar ég lét loks sjá mig í kvöldmatinn. Blush  

Þetta voru skemmtilegir og frekar einfaldir tímar þegar ég lít til baka þar sem ég vissi ekkert hvað beið mín þegar ég flutti svo að heiman 17 ára gömul.  Frown  

Það er efni í mörg blogg sem ég læt kannski flakka síðar en þangað til mitt kæra fólk, Guð veri með ykkur og gefi ykkur náðuga tíma í þessu þjóðfélagsástandi. WinkHeart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Skemmtileg færsla, bíð spennt eftir framhaldinu....knús

Svanhildur Karlsdóttir, 17.11.2008 kl. 00:40

2 identicon

Blogg on, beibí!!

Stebba (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Holyroze

Helga Rós Sveinsdóttir
4ra barna húsmóðir úr ýmsum áttum en aðalega hér

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband