5.12.2008 | 00:08
Í léttari kantinum eða hvað ?
Svo við byrjum nú á því skemmtilega, fékk fregnir af því að kæri bróðir minn hefur tekið þá ákvörðun að eyða jólunum hér á Hornafirði, BARA frábært !
En þá þurfti líka nottla að koma eitthvað til að vega á móti, svona til að halda jafnvægi á "flæðinu" eða eitthvað sollis, góður ferfættur "fjölskylduvinur" féll frá. Hann Bonthy (Bontí) sem ég kallaði oft 'litla Ljóna' tapaði baráttunni við flogaveiki og vil ég, ásamt mörgum öðrum, þakka honum margar skemmtilegar minningar sem hann gaf okkur með sínum uppátækjum.
Blessuð sé minning litla gula gleðiloðboltans og hvíl hann í friði.
En já, leitin að jólaandanum hjá mér gengur þokkalega, hann er frekar vel falinn samt en ég finn lyktina af honum svo jólagírinn ætti að fara að hrökkva í gang.
Ég vona að blogggírinn fylgi með líka en mar getur víst ekki ætlast til of mikils í einu. Hugsa til ykkar þarna úti, ásamt svakalega mörgu öðru reyndar en þetta hefst einhvern veginn, Guð veri enn og aftur og helst sem lengst með ykkur, blessi og verndi.
Túrílú.....
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.