18.2.2009 | 17:51
Halló !?
Það er endalaust verið að tala um minnkandi veiðiheimildir afþví að fiskistofnin fer minnkandi og jarajara.... hvað halda þeir eiginlega að verði um allan fiskinn ?
Hvað borða hvalir mörg tonn af fiski á dag ?
Eru hvalir settir ofar mannkyninu ?
Haldið þið að þeir fjölgi sér ekki eins og önnur spendýr ?
Grænlendingar fá að veiða heila 90 hvali á ári afþví einhverjir halda að það séu bara til um 400 hvalir í kringum Grænland en innfæddir sem hafa stundað veiðar þar síðustu aldir eru á því að hvalirnir séu nær 40 þúsund sem er MIKIL reiknisskekkja.
Svo annað.... grænfriðungar.... með fullri virðingu fyrir öllu lífi... þeir virðast setja hvali ofar mönnum þar sem þeir fleygja sýrubaði yfir veiðimenn afþví vilja ekki hvalir séu veiddir !
Hvar erum við í fæðukeðjunni ?
Úff jæja varð að koma þessu af mér, þetta er bara mín skoðun, við þurfum að lifa. Tataa.
Segja hvalveiðar tilheyra fortíðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvalir hafa lítið með stöðu fiskistofnanna að gera, það er áróður.
Maðurinn hefur einna mestu áhrif með stórtækum fiskiskipum, mengun og fleira. Ekki fyndist þér það mannúðlegt að skjóta kýrnar í sveitinni á eins kvalarfullan hátt. Það þarf að slátra mestum hval í sjónum til að bera árangur.
En það skiptir engu máli, ég er tæknilega með því að hvalur sé veiddur en ekki þegar alþjóðasamfélagið er á móti því! Við þurfum á öllum viðskiptavinum okkar að halda til að kaupa fisk og aðrar útflutningsvörur af okkur. Okkur hefur verið refsað fyrir það áður að veiða hvali. Það er lítill markaður fyrir hval, líka í Japan og skaðin sem það hefur á orðspor okkar ytra er ekki eitthvað sem við þurfum á að halda eftir klúður glæpamanna okkar í fjármálageiranum.
Björn Halldór Björnsson, 18.2.2009 kl. 19:36
Ég var búinn að reikna hvað Hrefnur éta mikið á blogginu mínu ef þið hafið áhuga. Annars bara smá hluti hérna:
Talið er að karlkyns Hrefna éti um það bil 200Kg af fæðu, og kvenkyns hrefna um 280 Kg af fæði á dag. já, þetta er á dag.
100 þúsund hrefnur éta þá hvað, 24.000.000 Kg af fæðu á dag. (ég tók bara avg á milli kk og kvk og setti 240kg á hvert dýr).
Svo éta hrefnur ca 50% af fiski og 50% af öðru sjávarfangi, svo þetta eru 12 tonn af fiski á dag sem hrefnustofninn í norðurhöfum er að éta þegar þeir eru ekki í "dvala".
Jóhannes H. Laxdal, 18.2.2009 kl. 19:47
Loksins mundi ég
Góðar færslur hjá þér......Knús
Svanhildur Karlsdóttir, 19.2.2009 kl. 12:39
Ég þakka tölurnar Jóhannes
Hvað varðar þig Björn skil ég alveg hvað þú ert að fara en ég tel að það sé hægt að nýta hvalinn betur heldur en er gert, t.d ALLT lýsið og er nú nóg af því, í dýrafóður, mjölframleiðslu. Svo er alveg spurning hvort það sé hægt nota lýsið í eldsneyti þar sem ég heyrði um mann í Noregi sem notaði djúpsteikingarfeitisafganga (vá það var lengdin) til að knýja bílinn sinn áfram. Ég er nú kannski ekki fróðasta manneskjan en má samt sem áður hafa mín álit og skoðanir.
Helga Rós Sveinsdóttir, 19.2.2009 kl. 12:53
Hellú!
Í tilefni af tataa, þá spyr ég, lærðirðu þetta um hvalina á tölvunámskeiðinu??? Nei, bara að bulla. Gott að sjá þig blogga aftur! Hlakka til að fá heimsóknina, ég er enn að bíða og bjóða!
kv. Stebba þín
Stebbz (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.