Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
27.10.2008 | 10:20
Setja í annan gír....
Nú held ég að sé tímabært að blogga aðeins, ætlaði nebbla að vera dugleg við þetta. (Birti þetta reyndar í gær en vantaði neðan á bloggið)
Yndisleg helgi liðin, enn eitt 10 daga úthald framundan fyrir mig, ein með börnin okkar 4 og maðurinn minn einn í einhverjum vinnubúðum í afdölum, frá konu og börnum, ekki alveg það sem mar óskaði sér en annað er ekki í boði og margur hver í leiðinlegri aðstöðu.
Fór á "geðveika fundinn" minn um helgina, bara gott, mikill stuðningur að vita af þessum góða hóp og vil ég þakka þeim hér og hrósa þeim fyrir dirfsku sína að þora að stíga fram og viðurkenna bresti sína, ALLIR ætti að skoða það hjá sjálfum sér.
Bendi hér á nýstofnaða og nauðsynlega síðu geðheilsa.is. (kann ekki enn að "linka" þetta)
Bloggar | Breytt 28.10.2008 kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.10.2008 | 02:18
Þörf fyrir að blása "aðeins".....
Nú þykir kannski viðeigandi að ég hafi lýst upp minn haus, að utan allavega, eftir mín fyrri ummæli um Norðmenn, ætti frekar að upplýsa minn innri haus um ástand mála. Eða hvað....? Er ég eitthvað betri en Norðmenn eða Bretar ef ég dæmi heila þjóð eftir einum eða fleiri einstaklingum ?
Urrrg, þetta er nú meira bullið sem upp er komið hjá vorum ráðamönnum, afhverju fá menn að komast upp með svona svínarí ? Menn hafa verið lokaðir inni í fjöldann allann af árum fyrir smygl af ýmsu tagi, með hugann við skyndigróða til að koma sér betur fyrir og tryggja sína framtíð, en þeir sem svíkja og pretta fallega, í skjóli ráðamanna, og koma heilli þjóð og komandi kynslóð í stærstu skuldasúpu sem heimsbyggð hefur heyrt um, meiga sitja bara áfram í friði með sína aura og glæsihíbýli og finna lítið fyrir ástandi dagsins í dag !! Þurfa þeir virkilega ekki að svara til saka ? Ég bið Guð um að hjálpa þeim að finna sína kaffærðu samvisku undir allri græðginni og eiginhagsmunahyggjunni, já sjálfselskunni og jafnvel sjálfsdýrkuninni þar sem þeir halda að þeir séu yfir aðra hafnir !
Ég tek það fram að ég er ekki að verja smyglara eða dópsala sem reyna að græða á fíkn og veikleikum annara, laaaangt í frá, ég er bara ekki að skilja stefnuna sem ríkið er að sýna okkur, hún segir nebbla eitt og meinar annað. Hvernig eru kosningaslagorðin iðulega ? BÖRNIN ERU FRAMTÍÐIN !! Og hvað gera þeir svo ? Barnaperrar og nauðgarar fá léttvæga dóma því þeir eru BARA að skaða einstaklinga ævilangt en svo eru það fíkniefnasalar og fjársvikarar sem fá MUN lengri dóma og hærri sektir af því þeir komust í gróða sem ríkið fékk ekki sinn hlut af !
Jæja já uss ég má ekki gera mér þetta svona rétt fyrir svefn, mar á að slaka á, hægja á öndun og hugsa eitthvað fallegt Ég varð bara að pústa aðeins, svona 1, 2, 3 og slaaaaka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.10.2008 | 09:17
Er kreppa allstaðar ?
Og ég sem ætlaði að vera svo dugleg að blogga....iss. Bloggið spyr ekki að líðan eða líðan býður ekki uppá blogg. Er ekki uppá mitt besta en reyni þó mitt besta, held ég, einhver kreppa í geðheilsunni. Hef manninn minn heima núna, bara yndislegt, tók á móti honum sem blondína og stefni ég á enn meiri ljósku, varð að prufa áður en ég verð of gömul fyrir þetta þó að sumum finnist ég það nú þegar Æj, ég hef svo sum ekki mikið að segja..... Guð veri með ykkur og sjáumst vonandi hressari næst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.10.2008 | 01:02
Hmmm....
Jahá. Eitthvað var hún djúp þessi lægð sem gekk yfir landið síðustu daga, dró mig allavega frá tölvu og tjáningu. En hér er geðveila húsfrúin mætt aftur og langar mikið að bulla yfir landann en ég held að ráðamenn sjái um það.
Heyrði sniðuga hugmynd frá góðum manni vestur á fjörðum, lausn á vanda vorrar þjóðar, er kannski ekki nógu vel inni öllum þessum kreppupakkaveseni en fannst þetta engu að síður góð hugmynd, sameinast frændum okkar og nágrönnum, Noregi. Ég spyr allavega sjálfa mig afhverju þeir eru ekki í ESB, hef aldrei haft fullkominn frið yfir þeirri inngöngu. Ok, pólitík er ekki mín sterka hlið en mér er sko laaaangt í frá sama hvað verður um mitt ástkæra land í framtíðinni, sérstaklega þar sem börnin mín taka við þessu öllu saman, hef samt ALLA trú á því að við getum byggt okkur betur uppúr rústunum, með reynslu, von og sameiningu í farteskinu, ALLIR jafn mikils metnir.
Já.... þetta er nú kannski orðið fínt hjá mér á þessum nótum, ætla ekkert að fara að láta heyrast of hátt í tómri tunnu, margir mun betur að sér í þessum málum sem ræða þetta hér í bloggheimum.
Var boðið óvænt á sýningu á laugardaginn var, (takk Stebba og frænkur), Bítl á Höfn. Hafði óvenjulega gaman af þessu þar sem ég hef nú frekar tekið Rollings Stones fram yfir Bítlana, virkilega vel gert og skemmtilegt hjá þeim í Hornfirska skemmtifélaginu, takk innilega fyrir mig Mamma, þú verður að sjá þetta.
Geðveila húsfrúin kveður í bili og biður Guð að blessa ykkur öll þarna úti á kreppuklakanum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.10.2008 | 01:23
Takk fyrir mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.10.2008 | 01:48
Ræktum náungakærleikann !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.10.2008 | 01:37
Er ég komin í samband við umheiminn ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar