Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
29.11.2008 | 02:21
Úúúúújé, lúxus :cÞ
Ég bara varð að prufa, sit sko uppí rúmi að blogga he,he....
Bjarki minn kominn heim og með lagfærða fartölvu sem ég sit með uppí rúmi. Mæli reyndar ekki með því að gera mikið af þessu, hættir þá bara til meiri leti og skekkju í baki.
Búinn að vera ágætis dagur hjá mér en frekar mikið um læknisferðir, 3 af 4 börnum til doxa í dag en ekkert alvarlegt sko, Guði sé lof.
Ég er búin að taka þá ákvörðun að eiga góða helgi með fjölskyldunni og já eiginlega bara góðan aðdraganda að jólum, er nebbla held ég að átta mig á að jólin eru í nánd.
En já..... takk í bili og tataa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.11.2008 | 16:15
Dööööö....
Svakalega er mar tómur þessa dagana, veit ekkert hvað á að segja, gera eða hugsa, jú þetta er allt í lagi öðru hvoru að vera eins og stillimynd en "kommon" EKKI marga daga.
Gæti verið að málið sé að það sé svo MIKIÐ að hugsa og gera að mar veit ekki hvar á að byrja.
Það eru svo sem enn veikindi í gangi hér, BARA búið að standa yfir í 3 vikur, hef reyndar heyrt um verri tilfelli en þetta er bara alveg nóg. Já svo eru jólin að koma, veit ekki alveg hvort ég kvíði eða hlakki til, kannski sittlítið af hvoru. Ég vona að fólk finni hinn sanna jólaanda og njóti hátíðar ljóss og friðar í faðmi fjölskyldunnar, með ágætis matföngum en ekki í jólapakkakeppni.
Kannski er ég að pirra mig á jólapökkunum af því að ég get venjulega ekki gefið veglegar gjafir þó ég segi sjálfri mér að það sé hugurinn sem skipti máli. En einhvern veginn virðast þessi skilaboð vera þarna úti, því dýrara, því betra og flottara.... EN það gæti líka svo sum verið minnimáttarkennd hjá mér, að ég sé ómeðvitað dottin inní veraldarkapphlaupið, að ég sé minni manneskja því ég á ekki aur.
En hversu margir ætli séu í slæmri stöðu akkúrat þessi jól ? Ég er pottþétt ekki ein um að klóra í bakka, að halda öllum klóm útí til að grípa það sem gefst, jæks grrrr.... er ég að breytast í kött ? Það er nebbla annað sem er líka soldið mikið að angra mig, með landið mitt sem ég var svooo stolt af og hvað er að gerast núna ?
Útaf einhverjum útrásarvíkingum þarf að skera niður heilbrigðisþjónustu, grunnskólakennslu (engin forfallakennsla) HÆKKA matarverð, HÆKKA vexti á flestum lánum, HÆKKA þjónustugjöld, skerða/hætta með fæðingarorlofssjóð, gleymdi örugglega einhverju en HALLÓ er þetta ekki hellingur ? Og hvað gerði almenni borgarinn til að eiga þetta skilið, mar leyfði sér að vera stoltur Íslendingur en nú er varla að maður þori að segja hvaðan mar kemur afþví EINHVERJIR HOTTINTOTTAR bakvið skrifborð og nánast læstar dyr voru að leika sér í Matador, nema hvað...... þetta var/er alvara lífsins og líf annara sem sogast inní þessa græðgi !!
Úff ! það þýðir víst lítið að argast hér eða á austurvelli, þó mér hafi nú ekki hlotnast sá heiður að vera þar viðstödd, því það heyrir enginn sem þarf/á að heyra þetta.
Ég segi samt ÁFRAM ÍSLAND OG LENGI LIFI LÝÐRÆÐIÐ þó landinn hafi nú ekki beint kynnst því, BURT með spillingarseggina/gæsirnar ! Lofum landi og lýð að blómstra í fallegu og gefandi landi sem hefur ALLA burði að skara framúr á flestum sviðum án ESB inngöngu og evruupptöku.
Já ég veit hvað ég sagði, EKKERT ESB ! Get ekki nógu vel sagt afhverju en hvert bein og hver taug æpir NEIIII takk. Kannski er ég taugaveikluð með beinkröm en þetta er mín skoðun !
En já, ó Guð vors lands og land vors Guðs, ég legg þetta í Hans hendur þar sem ég sjálf get ekki breytt neinu, bara viðrað skoðanir mínar sem eru mér reyndar hjartans mál þar sem við erum að tala um framtíð barnanna minna.
Heh, jæja..... ég er ekki kannski svo DÖÖÖ lengur....
Guð veri með ykkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.11.2008 | 11:27
Lifi enn.
Langaði bara að kasta kveðju á ykkur mín kæru
Er ekki uppá marga fiska þessa dagana, virðist bara þyngjast og þyngjast á sál og líkama
Það er stór ástæða fyrir bloggleysi, sinnuleysi og agaleysi EN það þýðir víst ekki annað en að vera jákvæður og bjartsýnn að þetta fari allt uppá við, botninn getur, má, skal ekki vera of langt niðri.
Bið að Guð gefi mér styrk til að halda áfram, það er svo margt til að lifa fyrir og vera þakklátur með, ekki það mig langi að deyja sko, ekki misskilja, langar helst bara að setja á pásu þar til ég get tekið almennilegan þátt í þessu öllu saman.
En Guð veri með ykkur, styrki, verndi og blessi í alla staði......tataaa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.11.2008 | 18:55
Og áfram held ég...
Ég verð nú bara að fara að segja eitthvað þó ég viti ekki nákvæmlega hvað ég á að tjá mig um.
Ég fæddist í Babylon (eins og ég kalla borgina okkar) á því herrans ári 1977, sem ég segi að hafi verið ár smokksins þar sem það er frekar fámennur árgangur, það var í júlímánuði þann 22 en áætlaður fæðingardagur átti (held ég) að vera 7.7.77. (vá hvað það hefði verið flott) En nei, mamma segir að ég hafi sýnt þrjóskuna strax og látið bíða vel og leeeengi eftir mér, þrátt fyrir laxeringu, stigahlaup og fleiri læti til að koma mér í ÚT !
Við fjölskyldan bjuggum reyndar í Hrútafirði fyrstu 8 árin mín á sveitabæ með refabúi en fluttum svo í einn af skemmtilegri og fallegri bæjum hér á klakanum, Borgarnes (neita að kalla þetta Borgarbyggð). Þar var ég næstu 9 ár og líkaði vel, æfði fótbolta, körfubolta, sund og var VEL virk í félagslífinu, var mömmu stundum að orði á unglingsárunum "Nei býrð þú hér ?" þegar ég lét loks sjá mig í kvöldmatinn.
Þetta voru skemmtilegir og frekar einfaldir tímar þegar ég lít til baka þar sem ég vissi ekkert hvað beið mín þegar ég flutti svo að heiman 17 ára gömul.
Það er efni í mörg blogg sem ég læt kannski flakka síðar en þangað til mitt kæra fólk, Guð veri með ykkur og gefi ykkur náðuga tíma í þessu þjóðfélagsástandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.11.2008 | 23:34
Jæjajá....
Já hún er mætt, þessi sem ætlaði að vera svooooo dugleg að blogga og hefur bara lítið sem ekkert gáfulegt að segja.
Búið að vera "hektik"að gera og ég tek ofan fyrir þeim sem vinna fulla vinna, hugsa um heimili og börn, sinna vinum og sjálfum sér OG BLOGGA, úff !
Finnst andrúmsloftið vera frekar þungt og ringlað, mikil óvissa og örvinglun í gangi, EKKI gott og EKKi sniðugt, þetta verður, skal bara að lagast og ég geri minn part í því þó það reddi nú kannski ekki heilli þjóð þá reddar það minni geðheilsu, ásamt barnanna minna.
Það er alltof mikill skítur í pólitíkinni að ganga þessa dagana og hefur svo sem verið undanfarin ár, en nú er mar að sjá undir motturnar og ég heimta og krefst þess að það verði gerðar ALLSHERJAR hreingerningar, við hinn almenni borgari eigum það skilið, ég neita (eins og góð kona sagði einnig) að skammast mín fyrir að vera Íslendingur !
Það var ekki mitt "neyslufyllerí sem kom þjóðinni á hausinn !
En júhú, trallíra og allt það, jákvæðar hugsanir.....
Bið Guð um að gefa okkur öllum visku og styrk til að koma þjóðinni á kortið aftur !
Eigið góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.11.2008 | 10:06
Hvaða, hvaða...
Hellú kæru landar, nær og fjær, eða kannski bara þeir sem lesa mína síðu Þetta er allt að koma hjá mér aftur, bloggið sko, fína tölvan mín hrundi svo ég hef verið fjarri góðu gamni síðan.
En þar sem ég á góða að, er tæknivæddasti hluturinn á heimilinu kominn í lag svo ég er í betra eða verra sambandi, eftir hvernig á það er litið, börnin voru kannski fegin meiri athygli við bilun apparatsins en netvædd skal ég vera og ég þakka Ronna "mömmumann" mikið, mikið fyrir tímann og vinnuna sem fór í að laga dótið mitt.
Jæja svo hér með sendi ég út viðvörun til ykkar allra þar sem von er á meiri hugarangri og flækjum Helgu Rósar, sem geta reyndar ekki verið flóknari en staða samfélagsins í dag. Guð gefi ykkur góðar stundir kæra fólk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar