Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Var að velta fyrir mér....

Heyrði um daginn að rafmagnsreikningur væri með þeim ódýrari hér á landi miðað við nágranna þjóðir eða um 45þús á ári, meðaltal í Reykjavík, og verst var það í Svíþjóð, minnir mig, um rúm 240þús á ári.  Ok, mikill munur EN hvernig er það...... er landsbyggðarfólk ekki talið með sem Íslendingar ?  Var ekki hægt að reikna meðaltal yfir Íslendinga yfir höfuð eða verður mar að vera í höfuðborginni til að geta talist sem íslenskt höfuð ?  Ég bý nebbla úti á landi og ég er ekki að borga einhver 45þús á ári í rafmagn, ÓNIJ iss, BARA UM 250 ÞÚSUND ! !  Angry

Hmmmm... er það ekki HÆRRA en þar sem hæstu rafmagnsreikningarnir voru hjá nágrannalöndunum okkar ?  Hvað er málið ?  URG !  Woundering


Í léttari kantinum eða hvað ?

Svo við byrjum nú á því skemmtilega, fékk fregnir af því að kæri bróðir minn hefur tekið þá ákvörðun að eyða jólunum hér á Hornafirði, BARA frábært ! Grin

En þá þurfti líka nottla að koma eitthvað til að vega á móti, svona til að halda jafnvægi á "flæðinu" Angry eða eitthvað sollis, góður  ferfættur "fjölskylduvinur" féll frá.  Crying  Hann Bonthy (Bontí) sem ég kallaði oft 'litla Ljóna' tapaði baráttunni við flogaveiki og vil ég, ásamt mörgum öðrum, þakka honum margar skemmtilegar minningar sem hann gaf okkur með sínum uppátækjum.

Blessuð sé minning litla gula gleðiloðboltans og hvíl hann í friði. Frown 

En já, leitin að jólaandanum hjá mér gengur þokkalega, hann er frekar vel falinn samt en ég finn lyktina af honum svo jólagírinn ætti að fara að hrökkva í gang. Wink

Ég vona að blogggírinn fylgi með líka en mar getur víst ekki ætlast til of mikils í einu.                     Hugsa til ykkar þarna úti, ásamt svakalega mörgu öðru reyndar en þetta hefst einhvern veginn, Guð veri enn og aftur og helst sem lengst með ykkur, blessi og verndi.  Halo

Túrílú.....

 


Varúð, viðkvæmt málefni.....

Mér fannst ég eiga að setja þetta hér....
 
 
SÁLMUR 53
 
Heimskinginn segir í hjarta sínu:
" Enginn Guð er til ! "
Ill og andstyggileg er breytni þeirra,
enginn gjörir það sem gott er.
Guð lítur af himni niður á mennina
til að sjá, hvort nokkur sé hygginn,
nokkur sem leiti Guðs.
Allir eru viknir af leið,
allir spilltir,
enginn gjörir það sem gott er,
ekki einn.
Skyldu þeir ekki fá að kenna á því,
illgjörðarmennirnir,
þeir er eta lýð minn sem brauð væri
og ákalla eigi Guð ?
Þá skulu þeir verða mjög óttaslegnir,
þar sem ekkert er að óttast,
því Guð tvístrar beinum þeirra,
er setja herbúðir móti þér.
Þú lætur þá verða til skammar,
því Guð hefir hafnað þeim.
 
Ó að hjálpræði Ísraels (Íslands) komi
frá Síon !
Þegar Guð snýr við hag lýðs síns,
skal Jakob fagna,
Ísrael (Ísland) gleðjast.
 
 
Ég veit þetta er ekki gleðilegasta versið úr biblíunni og svo á mar ekki að bæta neinu við eða taka af en ég tek sjénsinn.  Þetta gefur kannski sumum von en íþyngir öðrum, bið samt að það verði það fyrrnefnda.  Guð veri með ykkur. Heart

Holyroze

Helga Rós Sveinsdóttir
4ra barna húsmóðir úr ýmsum áttum en aðalega hér

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband