Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Halló !?

Það er endalaust verið að tala um minnkandi veiðiheimildir afþví að fiskistofnin fer minnkandi og jarajara.... hvað halda þeir eiginlega að verði um allan fiskinn ?

Hvað borða hvalir mörg tonn af fiski á dag ?

Eru hvalir settir ofar mannkyninu ?

Haldið þið að þeir fjölgi sér ekki eins og önnur spendýr ?

Grænlendingar fá að veiða heila 90 hvali á ári afþví einhverjir halda að það séu bara til um 400 hvalir í kringum Grænland en innfæddir sem hafa stundað veiðar þar síðustu aldir eru á því að hvalirnir séu nær 40 þúsund sem er MIKIL reiknisskekkja.

Svo annað.... grænfriðungar.... með fullri virðingu fyrir öllu lífi... þeir virðast setja hvali ofar mönnum þar sem þeir fleygja sýrubaði yfir veiðimenn afþví vilja ekki hvalir séu veiddir !

Hvar erum við í fæðukeðjunni ? Woundering

Úff jæja varð að koma þessu af mér, þetta er bara mín skoðun, við þurfum að lifa.  Tataa. Shocking

 


mbl.is Segja hvalveiðar tilheyra fortíðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarlegir hlutir gerast enn....

Nú er ég rita þetta er ég stödd í skólastofu í Heppuskóla á tölvunámskeiði og eins þið sjáið er mikið um lærdóm........ uuuuu eða ekki. Tounge

Það er samt bara gaman af þessu, er á ýmsum námskeiðum þessan dagana og þó það hljómi fáránlega er fjármálanámskeiðið sem stendur uppúr ! Happy

Málið er að ég uppgötvaði ÓTRÚLEGAN hlut mað fjármál og get ekki hætt að stöglast á því.....sko.... FJÁRMÁL= tekjur+gjöld (3%)  FJÁRMÁL= samskipti+tilfinningar (97%) = 100% FJÁRMÁL !

Allt í einu fór fjármál að vera spennandi en ekki eitthvað sem mar frestar að gera W00t

En já verð að fara að læra eitthvað svo "tataa 4 now" og Guð veri með ykkur Smile


Iss...

Þetta er nú meira "letibloggið" hjá mér, er varla að nenna þessu en langar þó, hvað þýðir það ? Woundering

Ætla nú samt að hripa eitthvað niður hér ásamt því að kveðja góðan bloggara sem hefur hætt sínu bloggi, bless "irg-ið" mitt, það var gaman að fá að fylgjast með þér. Crying

'But life goes on' segir víst einhvers staðar, ég er alltaf að fara að reyna að taka mig á að blogga meir, hreyfa mig meir, biðja meir, hugsa meir, borða rétt og bla bla, það sem allir eiga víst að gera sér til hagsbóta, morgundagurinn hljómar bara alltof mikið sem betri tími til að byrja. Undecided

En já , það þýðir víst lítið einhver vettlingatök á tilverunni, það verður bara að finna sjálfsagann, hætta þessu væli og kýla á það. Wink

En ég verð nú samt að kvarta aðeins.....                                                                                    

í gær, föstudaginn 6.feb varð ég fyrir því "skemmtilega" atviki að misstíga mig, ARG !  Það var ótrúlegt hvað þaut í gegnum hausinn á mér í sársaukabylgjunum, t.d. "oh nú kemst ég ekki í búðina með mömmu", "urrrg, ég sem ætlaði loks að komast af stað í ræktina eftir helgi", "úps, vonandi sá þetta enginn" eða "uuuu...ætli ég verði ekki að láta lækni kíkja á þetta". Whistling 

Jú jæja, til doxa fór ég EN sko.... ég hringdi og spurði hvort ég væri nokkuð að trufla mikið (bara ef læknirinn væri kannski að sinna einhverju alvarlegu þar sem þetta var nú bara eitthvert klaufalegt ökklamein hjá mér) nei svo var nú ekki EN það var víst ekki rétti doxinn sem var með vaktsímann, hann væri að reyna að koma honum á réttann lækni sem var ókominn, kæmi eftir klukkutíma eða svo, þannig að ég ætti að hringja aftur klukkan 18:00 eða einum og hálfum tíma seinna. Sideways

HALLÓ !! Hvað ef ég hefði verið að fá hjartaáfall ? "Uuu hringdu þegar næsti læknir kemur á vakt, ég er að fara heim og fá mér möffins" ?  Daaaaaaaa, hann sagði mér ekki einu sinni að leggja kalt á fótinn á meðan ég biði heldur spurði ég hvort það væri ekki betra að gera það, svona til að draga úr bólgu.  VÁ ! Hvað er málið með lækna hér á þessu landshorni ?! Angry

Niðurstöður hjá doxa fyrir rest............... rifið liðband og blæðing inná lið, takk fyrir og búhúú Gasp

Þá er ég búin að kvarta í bili, Dottinn blessi ykkur kæra þjóð og aðrir nærstaddir Smile  tataaa....

 


Holyroze

Helga Rós Sveinsdóttir
4ra barna húsmóðir úr ýmsum áttum en aðalega hér

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband