Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Virðist virka bara......

Já, já bloggi, bloggi, bloggi.......

Ég sem ætlaði enn og aftur að vera dugleg að blogga og nú til að ná mér upp úr einhverju
svartnætti sem virtist vera að yfirtaka líf mitt, hvað gerðist ?

Kannski var það nóg að ætla að blogga mig upp, að skilja þessi þyngsli eftir í bloggheimum ?

Tjaaa, ég veit að það er nú reyndar ekki svo einfalt en ég hef verið mun betri síðustu 10 dagana.
Kannski var nóg að taka ákvörðun um að vinna sig upp, kannski var ég bara akkúrat á uppleið
þegar ég byrjaði aftur, aftur að blogga ?

Hvað sem það var er staða mín betri og helst vonandi þannig áfram.

Hef reyndar svolítið gaman af því að pikka einhverjar hugrenningar hér inn, já eða hugarflækjur,
en hentar kannski ekki svona daglegir pistlar svo þetta blogg verður þá bara að halda áfram á
þeim hraða sem hentar, vikulega, mánaðarlega eða eitthvað, tíminn leiðir það í ljós.

Farið á Guðsvegum, þó erfiður sé.......
sjáumst í næsta stríði eða bara "whenever" Happy


Já, já.....

ég þykist ætla blogga mig uppúr depurð og "skemmtilegheitum"......

málið er bara að þessa dagana get ég bara ekki beðið eftir öðru en að dagurinn klárist,
börnin sofni svo ég geti skriðið uppí rúm, sorglegt ? Shocking

Jæja en ég veit þó og hef lært á síðustu árum að allar lægðir taka enda, spurning um hversu
djúpar og langar þær eru.
Viðurkenni að þessar náttúruhamfarir eru ekkert að hjálpa til með kvíða og áhyggjur,
sér í lagi þar sem maðurinn minn er að vinna erlendis og elsta dóttir mín er hinum megin
á landinu í einhverjum skólabúðum.

Það verður viss léttir að fá þau heim því ég held að flestum finnist best á erfiðum tímum að
hafa þá sem standa manni næstir sem næst manni. Wink

Læt þetta duga í bili, þó lítil tjáning sé, rúmið bíður. Sleeping

Guð veri með oss.


Taka 2 eða var það 3 eða 4, jafnvel 8 ?

Ég hef tekið þá ákvörðun að blogga aftur...... Whistling hvað sem það nú endist.

Ég var nú búin að skrifa nokkrar játningar niður sem ég vistaði en þar sem þó nokkuð margir mánuðir eru síðan ég bloggaði hefur það bara hvorfið !

Þetta voru frekar mikið persónulegar játningar sem jú gætu jafnvel komið síðar, en nú læt ég nægja mínar hugrenningar sem myndu nú kannski flokkast sem hugarfjötrar eða flækjur.

Ég virðist vera föst í einhverjum pytti þar sem gleði og ánægja virðist ekki ríkja, öllu heldur neikvæðar athugasemdir, aðalega mínar eigin, sem ég á í vandræðum með að þagga niður.
Flestir kalla þetta þunglyndi og ég geri það svo sem líka en ég vil vera laus og virka nokkuð normal í hversdaglegu lífi, laus við lyf og allt sem þessu fylgir.

Margir kalla þetta aumingjaskap eða sjálfsvorkun en vá það er ekki að hjálpa mér, ég er minn versti dómari og slíkar aðfinnslur hjálpa ekkert til.
Ég vil og geri það að taka ákvörðun um að líða betur en æjæj, það bara virkar ekki alltaf.
Ég dáist að fólki sem nær sér uppúr svona kringumstæðum/líðan því ég veit hversu mikil vinna þar er á bakvið, þekki það að eigin raun þar sem ég hef átt við þetta síðustu 12 ár.

Ég var reyndar lyfjalaus í 6 eða 7 ár af þeim en mikið fannst mér skrítið að finna hjá mér fordóma að þurfa að byrja aftur, upplifði vissan ósigur.

Ég hef sótt sálfræðinga og viðtöl hjá félagsfræðing, farið á námskeið um kvíða og "HAM" eins og það kallast, hugar og atferlismeðferð, verið í minni hópum með fólki sem á við svipaðan vanda og nú loks fór ég til geðlæknis. Jú og inní þessu öllu eru ýmiskonar bækur varðandi efnið ásamt sjálfshjálparbókum, ó mæ ó mæ, og veit ekki hvað annað.

Jú ég hef fengið fullt af upplýsingum og nýtt mér þær en ég spyr.......
hefur fólk sem ekki er stimplað eða úrskurðað þunglynt aldrei lent í því að vita hvað er því fyrir bestu en gerir það samt ekki ? Eins og að langa og vilja að hætta að reykja en heldur því samt áfram ?

Jæja, ég læt þetta nægja í bili, hef hugsað mér að reyna þessa aðferð við að ná mér upp, vitandi það að alþjóð geti lesið um mín vandamál en hugsa...... ég er þó ekki að fela neitt og ef fólk notar þetta gegn mér, er það ekki þess virði að þekkja.

Guð veri með okkur, veitir víst ekki af því á þessum síðustu og erfiðu tímum (hmmmm, sem gæti jafnvel verið partur af því afhverju þessi pyttur hjá mér er svona djúpur eitthvað)

until next time........


Holyroze

Helga Rós Sveinsdóttir
4ra barna húsmóðir úr ýmsum áttum en aðalega hér

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband